ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA fær Magna í heimsókn í Inkasso-deild karla

ÍA fær Magna í heimsókn í Inkasso-deild karla

19/06/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla leikur sinn áttunda leik í Inkasso-deild karla á morgun, miðvikudag, þegar liðið fær Magna frá Grenivík í heimsókn. Leikurinn fer fram á Norðurálsvelli og hefst kl. 18:00.

Til gamans má geta að þetta er í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í opinberum leik í keppni á vegum KSÍ eftir því sem best er vitað. Skagamenn hafa spilað vel í deildinni og eru í efsta sæti með 17 stig. Með sigri á morgun nær ÍA að festa sig í sessi í efsta sæti deildarinnar og skilja sig betur frá liðunum í næstu sætum.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á Norðurálsvöll á morgun og styðja strákana til sigurs gegn Magna.

Edit Content
Edit Content
Edit Content