ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hreyfistöðvar í Garðalundi

Hreyfistöðvar í Garðalundi

29/06/20

80188555_3097452426988241_2701141000741692432_o
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á uppsetningu Hreyfistöðva í Garðalundi. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi samfélagi á Akranesi og snýr að uppsetningu 11 hreyfistöðva í Garðalundi sem eiga að stuðla að aukinni hreyfingu gesta í Garðalundi. Á hverri hreyfistöð er upplýsingaskilti sem veitir skýrar og góðar leiðbeiningar um æfingar sem hægt er að gera á hverri stöð.
Anna Sólveig Smáradóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfarar settu æfingarnar upp og eiga þær að henta öllum aldri. Með Hreyfistöðvum í Garðalundi er útivistargildi skógræktarinnar aukið enn frekar og er þar tvinnað saman góðum æfinugm og útivist í fallegu umhverfi.
Verkefnið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og var umsjón með verkefninu í höndum Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur hjá ÍA.
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content