‘-heimamenn sterkari í seinnihálfleikÍA heimsótti Hamarsmenn í Hveragerði í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að Bjögvin, annar dómari leiksins, meiddist um miðbik annars leikhluta og því þurfti að gera hlé á leiknum. Þegar búið að að skoða ástand hans var ljóst að hann var ekki að fara að taka frekari þátt í leiknum og því þurfti að kalla til annan dómara. Á meðan beðið var eftir nýjum dómara samþykktu bæði lið að Gunnlaugur, hinn dómari leiksins, myndi klára að dæma fyrri hálfleikinn einn síns liðs, sem hann gerði með sóma.Hálfleikurinn var í lengra lagi á meðan beðið var eftir Davíð, nýja dómara leiksins, sem kom keyrandi frá Hafnafirði en leikurinn hófst um leið og hann mætti í hús.En að leiknum sjálfum. Heimamenn byrjuðu leikinn á að skora 4 fyrstu stigin en við gestirnir svöruðum með 8 stigum í röð. Liðin skiptust svo á að skora og þegar fyrti leikhluti var allur var munurinn kominn niður í tvö stig, 24-26 fyrir ÍA.Annar leikhluti fór eins af stað eins og sá fyrsti endaði og aldrei langt á milli liðanna en skagamenn fetinu á undan Hvergerðingum sem þó náðu að jafna og komast yfir undir lok fjórðungsins en við gestirnir létum það ekki á okkur fá og náðum að leiða í hálfleik 45-48.
Eins og fram kom hér að framan var hálfleikurinn í lengra lagi en það virtist ekki hafa áhrif á leikmenn að neinu ráði þegar leikurinn fór aftur í gang. Harmarsmenn sóttu aðeins í sig veðrið og leiddu að loknum þriðja leikhluta með minnsta mun 69-68 og í fjórða leikhlutanum hafði það snúist við hvor væri fetinu á undan og því miður náðu okkar menn ekki að endurheimta forystuna í leiknum og þegar lokaflautið gall höfðu Hamarsmenn skorað 93 stig gegn 87 stigum okkar Skagamanna.
Það er ekki hægt að fjalla um þennan leik án þess að koma sérstaklega inn á frammistöðu Zachary Jamarco Warren sem fór hreinlega á kostum sóknarlega. Hann hitti úr 7 af 10 tveggja stiga skotum sínum, 8 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir tölfræði upp á 15 af 29 skotum utan að velli. Við þetta bætti hann svo 9 hittum vítum í 12 tilraunum. Þetta gerir samtals 47 stig.Annars má hér nálgast frekari tölfræði úr leiknum.
Næsta verkefni okkar er heimaleikur gegn Fsu hér á Vesturgötunni fimmtudaginn 20. nóvember kl. 19:15 og vonumst við til að sem flestir komi og styðji við bakið á strákunum okkar. Við erum að spila í hörku deild þar sem allir virðast geta unnið alla og því er afar mikilvægt að hafa stuðning í stúkunni sem svo sannarlega getur virkað sem auka maður inn á vellinum.
Áfram ÍA…!