ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hörður Ingi Gunnarsson gengur til liðs við Skagamenn

Hörður Ingi Gunnarsson gengur til liðs við Skagamenn

28/10/17

#2D2D33

Hörður Ingi Gunnarsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og gildir samningur út leiktíðina 2020. Hörður Ingi er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá FH. Hann spilaði 7 leiki í Pepsi deildinni í sumar með Víking Ólafsvík. Einnig spilaði hann 10 leiki fyrir HK í Inkassó deildinni. Hörður hefur líka leikið með U17, U19 og U21 árs landsliðum Íslands.

Knattspyrnufélag ÍA fagnar komu Harðar á Skagann og telur að hann eigi eftir að leika lykilhlutverk í því uppbyggingarstarfi sem framundan er við   koma liðinu aftur í deild þeirra bestu.

 

“Það eru gleðitíðindi að fá Hörð Inga til félagsins. Hörður er hörku leikmaður sem styrkir okkur mikið. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það helst í hendur við það sem við ætlum okkur hérna á Skaganum” sagði Jóhannes Karl þjálfari skagamanna.

 

,, Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir þetta skref. Ég hlakka óendanlega til að fá að taka þátt í metnaðarfullri vegferð hjá félagi sem hefur svo ríka sögu, geggjaða umgjörð og mikið af frábæru fólki sem vill leggja sína orku í að verða meðal þeirra bestu” sagði Hörður Ingi.

 

Knattspyrnufélag ÍA

 

28.október 2017.

Edit Content
Edit Content
Edit Content