ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hópur unglinga frá GL á Spáni

Hópur unglinga frá GL á Spáni

06/04/16

#2D2D33

Síðastliðinn mánudagsmorgun 4. apríl hélt hópur unglinga sem æfa golf hjá GL til Spánar í æfingaferð.

Golfvöllurinn sem heimsóttur er í þetta skiptið heitir Nuevo Portil á suður Spáni og er um að ræða glæsilegan 18 holu skógarvöll þar sem allir geta notið sín. Við golfvöllinn er hótel sem unglingarnir gista á og aðstaðan öll hin besta. Einar Lyng íþróttastjóri GL ásamt fararstjórum heldur vel utan um hópinn þar sem unglingarnir æfa og spila undir stjórn Einars Lyng.

Hópurinn var ásamt foreldrum duglegur að safna fyrir ferðinni í vetur með ýmsum hætti s.s. bílaþrifum, bingó ofl. fjáröflunum sem buðust og vill hópurinn koma þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt ferð þeirra með einum eða öðrum hætti.

Powered by WPeMatico

Edit Content
Edit Content
Edit Content