ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hjólað í vinnuna, störtum kl. 17 við Brekkubæjarskóla

Hjólað í vinnuna, störtum kl. 17 við Brekkubæjarskóla

03/05/23

hiv mail chimp

Enn á ný hefst vinnustaðakeppnin “Hjólað í vinnuna” og er þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem keppnin fer fram.

Keppnin fer fram dagana 3. til 23. maí.

Hægt að skrá sig til leiks hér: https://hjoladivinnuna.is/

Einnig er að finna áhugaverðan fróðleik og allskonar upplýsingar á þessari heimasíðu.

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Með því að taka þátt í þessu verkefni er ekki einungis verið að bæta skemmtilegri hreyfingu inn í sitt daglega líf, heldur lækkar maður kolefnissporin í leiðinni og sparar peninga sem færu annars í eldsneyti.

Það er semsagt ENGIN ástæða til að taka ekki þátt! Nú er um að gera að drífa í að skrá sig til leiks og ekki gleyma hjálmi þegar hjólað er.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content