Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí í 15. skiptið. Setningarhátíðin fer fram í fyrramálið kl. 8:30 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.
Skráningar hófust fyrir 2 vikum og eru í fullum gangi. Hægt verður að skrá sig og sitt lið til leiks fram til keppnisloka þann 23.maí en það er um að gera að skrá sig sem fyrst til að eiga möguleika vinningum í skráningarleiknum. Dregið verður úr skráðum þátttakendum á hverjum degi og hljóta þeir veglega vinninga frá Erninum og einn heppinn þátttakandi fær glæsilegt Trek reiðhjól frá Erninum að verðmæti 100.000 kr.
Ýmislegt gagnlegt varðandi innskráningar og skráningarblöð má finna inni á heimasíðu Hjólað í vinnuna á neðangreindum vefhlekkjum: