Leikskrá ÍA kom út á dögunum og hinn frábæri hópur meistaraflokks kvenna. Það láðist að birta myndir af fjórum í mfl. kvk en þær eru Erla Karítas Jóhannsdóttir, Aníta Sól Ágústsdóttir , Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir
Við kynnum hér Bryndísi Rún Þórólfsdóttur
Bryndís Rún Þórólfsdóttir
Fullt nafn: Bryndís Rún Þórólfsdóttir
Gælunafn sem þú þolir ekki: Spinna er frekar þreytt
Aldur: Tvítug
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2013
Uppáhalds drykkur: Nocco og hvítur monster
Uppáhalds matsölustaður: Saffran og Panda Express
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip Girl er all time favourite og svo er Bold and the Beautiful mjög vanmetið, geggjaðir þættir
Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kökudeig, jarðaberg og mars. Svo er hocky pulver ofaná key.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Fjöllan hennar er samt svo fullkomin, omæ”
Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas: Nótt Jónsdóttir úr Stjörnunni er fyrst á blað, mjög reynslumikil. Svo finnst mér eins og Aldís Ylfa væri til í að eyða smá pening sem er plús. Heiðrún Sara fengi einnig að koma með , gæti orðið mjög skrautlegt.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Harpa Þorsteinsdóttir kemur fyrst í hugann
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Úfff enginn sem mér dettur þannig sé í hug
Sætasti sigurinn: Þegar við urðum bikarmeistarar í 2.flokki eftir skelfilegt sumar í pepsi með mfl.
Mestu vonbrigðin: Bæði pepsi tímabilin sem ég hef tekið þátt í
Uppáhalds lið í enska:Man United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Söndru Mayor eða Chloe Lacasse
Uppáhalds staður á Íslandi: Herjólfsdalur í júlí/ágúst er nice
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Jónsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að keppa með u17 og ég notaði alltaf orðið “judge” í staðinn fyrir “referee” til að tala við dómarann. Fattaði ekkert að það væri vitlaust fyrr en eftir leik. Mjög hallærislegt svona eftir á
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærfræði og er enn :)))))))
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Klárlega Veró því hún veit og kann allt, einnig til að koma með mat í nestistöskunni sinni. Svæ tæki ég Hjördís Brynjars upp á skemmtanagildið og svo Aldísi Ylfu, því hver vill ekki vera með henni á eyðieyju? Solid hópur
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með fóbíu fyrir borðtuskum, ekki djók