Leikskrá ÍA kom út á dögunum og hinn frábæri hópur meistaraflokks kvenna. Það láðist að birta myndir af fjórum í mfl. kvk en þær eru Erla Karítas Jóhannsdóttir, Aníta Sól Ágústsdóttir , Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir
Hér kynnum við til leiks Anítu Sól Ágústsdóttur.
Aníta Sól Ágústsdóttir
Fullt nafn: Aníta Sól Ágústsdóttir
Gælunafn sem þú þolir ekki: er kölluð alls konar nöfnum í Bandaríkjunum en Ník Níks er ekki uppáhalds
Aldur: 21 árs á þessu ári
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 8.ágúst 2013
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds matsölustaður: Chipotle er í uppáhaldi núna
Hvernig bíl áttu: Keyri um á mömmu og pabba bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Allt of margir til að velja, Scandal er ofarlega
Uppáhalds tónlistarmaður: Sam Smith
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Fæ mér sjaldan bragðaref og það breytist alltaf en vel oft jarðaber, mars og oreo
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Yaaas“ – Elísa sys
Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas: Trio-ið mitt, Veró, Aldísi og Bryndísi
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fanndís Friðriksdóttir
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kemur engin strax í hugann
Sætasti sigurinn: Bikarúrslit á móti Breiðablik árið 2014
Mestu vonbrigðin:Pepsí ferðirnar upp og niður
Uppáhalds lið í enska:Man United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra Stephany Mayor
Uppáhalds staður á Íslandi:Akranesið
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:Leikmaður nr.1 hjá Kára
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekki beint í leik, en það er alltaf jafn skrautlegt að heyra þá í Bandaríkjunum segja eftirnafnið mitt í leik
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:myndi taka trio-ið mitt aftur, svo yrði ég örugglega að taka Elísu sys með
Sturluð staðreynd um sjálfan þig:er með auka vöðva fyrir aftan hné.