Hestamannafélagið Dreyri var stofnað 1. maí 1947. Félagsvæðið er Akranes og Hvalfjarðarsveit, þ.e frá Hvalfjarðarbotni að Borgarfjarðarbrú.

Fjöldi félaga 1.janúar 2016 var 248.

Hesthúsahverfi Dreyra er á Æðarodda  rétt fyrir utan  Akranes og þar eiga einnig Dreyrafélagar félagsheimili. 35 hesthús má finna á svæðinu, tvö 18 hesta hús en flest  húsin eru 12 hesta og svo nokkur 8 hesta. Þar að auki má finna sauðfé í nokkrum húsana sem lífgar upp á umhverfið.

 Á Æðarodda er löglegur hringvöllur fyrir íþróttakeppni, upphitunarvöllur, stórt gerði og svokölluð „tamningatunna“.

Skeiðbraut /kappreiðabraut með áhorfendabrekku er á Barðanesi sem er austan við Æðarodda og tilheyrir Hvalfjarðarsveit.

Félagsbúningur Dreyra er rauður jakki með svörtum kraga, hvít skyrta, svart hálsbindi og svartar buxur.

Svandís Lilja Stefánsdóttir í félagsbúningi Dreyra. (LM2008)