ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Heimaleikir í fyrstu umferð í bikarkeppni KSÍ

Heimaleikir í fyrstu umferð í bikarkeppni KSÍ

12/02/18

#2D2D33

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum bikarkeppni KSÍ karla og kvenna. Almennt munu karlarnir hefja leik 12. apríl og konurnar 6. maí. Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit. Hjá konunum er einnig tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma til leiks í 16 liða úrslitum.

Bæði meistaraflokkur karla og kvenna munu fá heimaleiki í fyrstu umferð í bikarnum. Strákarnir munu spila við annað hvort Snæfell eða ÍH í Akraneshöll fimmtudaginn 19. apríl kl. 14. Stelpurnar munu mæta liði Keflavíkur mánudaginn 21. maí kl. 14 á Norðurálsvelli.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja við bakið á meistaraflokkunum okkar í komandi bikarleikjum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content