ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Heiður og Veronica með nýjan samning

Heiður og Veronica með nýjan samning

11/11/15

#2D2D33

Heiður Heimisdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir hafa báðar gert samning við ÍA í eitt ár.  Heiður sem er 22ja ára framherji lék 15 leiki í sumar og skoraði í þeim 4 mörk, en hún hefur leikið alls 41 leik fyrir ÍA og skorað í þeim 20 mörk.  Veronica Líf er 18 ára efnilegur kantmaður sem leikið hefur 15 leiki með meistaraflokki, en hún lék einnig 6 leiki með 2.flokki og gerði í þeim 3 mörk.  Félagið óskar stelpunum til hamingju með samninginn og bindur miklar vonir við þær í framhaldinu.

Á meðfylgjandi mynd eru Magnús Guðmundsson formaður, Heiður, Veronica Líf og Þórður Þórðarson þjáfari meistaraflokks kvenna.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content