ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Haustfundur uppeldissviðs 2017

Haustfundur uppeldissviðs 2017

13/10/17

#2D2D33

Í gærkvöldi, 12. október, var haldinn haustfundur Uppeldissviðs KFÍA í sal Grundaskóla. Um það bil 150 manns sóttu fyrirlesturinn, að meðtöldu stjórnarfólki og þjálfurum.

Heimir Fannar Gunnlaugsson, formaður stjórnar uppeldissviðs, setti fundinn og fór því næst yfir nokkur atriði sem tengjast rekstri á starfsemi yngri flokkanna.

Þorgrímur Þráinsson var aðalfyrirlesari kvöldsins og bar fyrirlestur hans yfirskriftina: ,,STERK LIÐSHEILD — Hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta?“. Þorgrímur kom víða við í fyrirlestrinum og kom með fjölmörg dæmi, bæði frá landsliðinu og annarsstaðar frá um það sem einkennir hugarfar landsliðsmannanna okkar og annarra sem ná árangri. Hann vísaði einnig á ýmislegt efni á facebooksíðu sinni: Verum ástfangin af lífinu.

Mynd úr fyrirlestrinum, sótt af facebooksíðu Þorgríms.

Að loknum fyrirlestrinum héldu forráðamenn inn í skólastofur þar sem þeir hittu þjálfara sinna flokka og farið var yfir starfið framundan.

Við þökkum Heimi og Þorgrími fyrir þeirra erindi og öllum þeim sem komu á fundinn fyrir samveruna.

 

Mynd frá fyrirlestrinum

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content