ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Haustfréttir FIMA

Haustfréttir FIMA

05/10/20

#2D2D33

Kæru foreldrar og iðkendur.

Nú er starfið hjá okkur komið í fullan gang og fer vel af stað í nýju fimleikahúsi. Iðkendahópurinn stækkar ört og hafa nú þegar bæst við um hundrað börn og er iðkendafjöldinn kominn vel yfir 500. Félagið vinnur nú að því að breikka hópinn enn meira og hefur verið bætt við parkour hópum, drengja hóparnir eru orðnir þrír og gerður hefur verið áhugahópur fyrir stúlkur.

Í gegnum fimleikahúsið eru að fara um 200-250 iðkendur daglega fyrir utan allt annað starf í íþróttahúsinu og því mikil umferð við húsið. Við hvetjum foreldra til þess að nýta rennuna við Brekkubæjarskóla þegar skutlað er á æfingar til þess að minnka álagið alveg við húsið. Munum eftir endurskinsmerkjum í skammdeginu og förum varlega í návígi við svæðið. Við erum ennþá að læra á nýja húsið okkar og aukinn iðkendafjölda svo einhverjar breytingar á stundatöflu gætu orðið á áramótum.

Samskipti: Síðasta haust tókum við upp samskiptaforritið Sportabler. Þar má sjá tímasetningu allra æfinga, fréttir, viðburði, tilkynningar, hægt er að hafa samband við foreldra í hópnum og þjálfara og þar get foreldrar/forráðamenn merkt við mætingu sinna barna. Allir foreldrar sem eiga börn í fimleikum og parkour ættu að vera með aðgang að forritinu. Við biðjum foreldra um að nýta það einnig sem samskiptaleið ef koma þarf skilaboðum til þjálfara. Framkvæmdastjóri félagsins, Sigrún Ríkharðs, er til taks á skrifstofunni okkar á Vesturgötu á virkum dögum milli 13 og 17 og hægt er að leita til hennar þar. Á heimasíðu ÍA er hægt að nálgast upplýsingar um stundatöflu, viðburði og fleiri gagnlegar upplýsingar.

Covid fréttir: Við erum gríðarlega stolt og ánægð með nýja húsið okkar en vegna ástandsins í samfélaginu höfum við ekki geta boðið foreldrum eða öðru fimleikaáhuga fólki að koma að skoða hjá okkur. Við biðjum foreldra áfram um að koma ekki inn í salinn okkar nema í nauðsyn og þá með andlitsgrímu. Íþróttaskólasnillingarnir okkar hafa staðið sig glæsilega þar sem eldri börnin hafa farið ein í gegnum æfinguna með þjálfurum og aðstoðarfólki meðan mamma og pabbi fylgjast með úr pöllunum. Yngri börnin hafa eitt foreldri með sér en við viljum biðja alla foreldra í íþróttaskólanum að muna eftir grímunum. Það er okkur mikil ánægja tilkynna að búið er að opna nýju búningsherbergin og við megum því nýta okkur þau. Við höldum áfram að minna börnin á einstaklings sóttvarnir og pössum upp á að ekki séu of margir í hverjum klefa með aðstoð starfsfólksins í Vesturgötunni. Að lokum minnum við foreldra á að senda börn ekki á æfingar þegar um veikindi er að ræða og biðjum ykkur að hjálpa þjálfurunum okkar að minna börnin á handþvott og hreinlæti. Við hlökkum til að vera sýnilegri þegar ástandið í samfélaginu okkar verður betra.

Hóparnir okkar:

Parkour fyrir drengi og stúlkur frá 6 ára aldri upp úr. Hóparnir eru fjórir talsins og eru aldursskiptir. Um 70 börn og ungmenni æfa parkour hjá félaginu undir stjórn Harðar Bents. Nú á dögunum verður einnig sett af stað parkour námskeið í Borgarnesi undir okkar stjórn fyrir allra yngstu parkour iðkendurna.

Drengja fimleikar fyrir drengi frá 6 ára aldri og upp úr. Hóparnir eru þrír og skiptast í grunnhóp, yngri og eldri keppnishóp. Félagið bauð upp á fríar fimleikaæfingar fyrir drengi út september til þess að kynna íþróttina með það að markmiði að fá fleiri drengi inn. Henrik Pilgaard er yfir drengja hópunum okkar og er mikil ánægja fyrir félagið að hafa fengið hann inn í þjálfarahópinn.

 Áhugahópur stúlkna fyrir stúlkur fæddar 2006-2009. Hópurinn er hugsaður fyrir stúlkur sem vilja æfa fimleika en ekki endilega af jafn mikilli ákefð og er í keppnishópum og fyrir þær sem eru að koma seint inn í íþróttina til þess að læra grunnfærni í fimleikum og eiga möguleika á að færa sig þaðan inn í keppnishópa. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið hefur verið upp á slíkan hóp og er vonin að hann verði fjölmennur og jafnvel verði boðið upp á svipaðan hóp fyrir bæði yngri og eldri iðkendur á haustönn 2021.

Íþróttaskóli fyrir börn 1-4 ára. Unnið með alhliða hreyfiþroska í gegnum leik og þrautir. Íþróttaskólinn er árgangaskiptur og fer fram á laugardögum í tólf skipti á önn. Í vor féllu niður nokkrir tímar vegna Covid en þeim verður bætt aftan á námskeiðið nú á haustönn. Í íþróttaskólanum eru tæplega 150 íþróttasnillingar á skrá og mikið fjör í Vesturgötunni á laugardagsmorgnum.

Grunnhópar frá 5 ára aldri geta börn æft fimleika. 5 ára hópurinn er blandaður af strákum og stúlkum. Frá 6 ára er hópnum kynjaskipt, 6-8 ára drengir fara í grunnhóp drengja en stúlkunum er árgangaskipt. Í Grunnhópum eru um 160 drengir og stúlkur sem æfa 1-3 sinnum í viku.

Keppnishópar 5 flokkur er yngsti keppnishópurinn okkar. Eftir áramót er þeirra fyrsta mót en þá keppa þær á Bikarmótinu í hópfimleikum. Þær eru nú í óða önn að læra keppnisdansinn sinn og gera sig tilbúna fyrir keppni. Í 4 flokk eru stúlkur í 4 og 5 bekk. Yngra árið í þeim flokk fékk ekki tækifæri til þess að keppa í fyrsta sinn í vor vegna Covid svo þær eru spenntar að fá að fara á Haustmótið í hópfimleikum núna í lok október. En allir keppnishópar 4 flokkur og eldri eru á leið á það mót. Úrslit á haustmóti segja til um í hvaða deild liðin okkar raðast á Bikar- og Íslandsmóti eftir áramót. Efstu 7 liðin fara í A deild, næstu 7 fara í B deild og koll af kolli. Þannig er tryggt að allir fái að keppa í deildum sem hentar getustigi liðsins. Þjálfarar halda utan um mætingu iðkenda en hægt er að sjá mætingarprósentu hvers og eins í sportabler. Til þess að taka þátt í keppnum viljum við að iðkendur hafi mætingu yfir 70%.

Þjálfararnir okkar, yfir hverjum hóp er starfandi einn hópstjóri auk annarra þjálfara og aðstoðarþjálfara. Foreldrar eru beðnir um að tala við hópstjóra eða yfirþjálfara ef koma þarf mikilvægum upplýsingum áleiðis og nýtum sportabler. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hópa og hópstjóra og viðburðadagatalið okkar.

 

 

Hópur Lýsing Hópstjóri aðstoðarþjálfarar
8 flokkur (2015) Grunnhópur, drengir og stúlkur Íris Tinna Iris.tinna93@gmail.com Salka, Ída, Hrafnhildur, Sólrún
7 flokkur (2014) Grunnhópur framhald 1, stúlkur Stefanía Sól Stefaniasol_94@hotmail.com Ylfa, Hrafnhildur + unglinga val
6 flokkur (2013) Grunnhópur framhald 2, stúlkur Ylfa Claxton Claxton.ylfa@gmail.com Andrea K, Salka + unglinga val
Grunnhópur drengja (2014- 2012) Grunnhópur framhald 1, drengir Henrik henrikpilgaard@me.com Hörður
5 flokkur (2012) Keppnishópur frá áramótum, stúlkur Harpa Rós harparosb@gmail.com Aþena, Sólrún, Ída
KK yngri (2011- 2010) Yngri keppnishópur, drengir Henrik henrikpilgaard@me.com Hörður
4 flokkur (2011- 2010) Keppnishópur, stúlkur Halla hallacuit@gmail.com Ylfa, Valdís, Ásdís, Aldís, Andrea Kr
Áhugahópur (2009-2006) **NÝTT! Fyrir stúlkur sem vilja æfa fimleika en ekki keppa í hópfimleikum. Harpa Rós harparosb@gmail.com
3 flokkur (2009- 2008) Keppnishópur, stúlkur Þórdís thordis@ia.is Binni, Sylvía, Agnes
KK eldri (2009 og eldri) Eldri keppnishópur Henrik henrikpilgaard@me.com
2 flokkur (2007- 2006) Keppnishópur, stúlkur Stefanía Sól Stefaniasol_94@hotmail.com Halla, Íris
1 flokkur (2005- 2004) Keppnishópur, stúlkur Íris Tinna Iris.tinna93@gmail.com Binni, Henrik, Stefanía (dans)
Meistaraflokkur (2003 og eldri) Keppnishópur, konur Þórdís thordis@ia.is Binni, Henrik, Stefanía (dans)
P 4 (2014-2013) Parkour fyrir drengi og stúlkur Hörður Bent hordurbent@hotmail.com
P 3 (2012-2011) Parkour fyrir drengi og stúlkur Hörður Bent hordurbent@hotmail.com Baldur
P 2 (2010-2009) Parkour fyrir drengi og stúlkur Hörður Bent hordurbent@hotmail.com Baldur

 

Viðburðadagatal Fimleikafélags Akraness

Haust 2020

  1. 15-19 október
Dagsetning Viðburður Staðsetning Hver tekur þátt? Annað
17 október Íslandsmótið í Teamgym Gerpla, Kópavogi meistaraflokkur
15-19 október Vetrarfrí hjá öllum hópum
24-25 október Haustmót í stökkfimi ÍA KK eldri Skráning í sportaler fyrir 9 október
31 október-1 nóvember Haustmót í Teamgym 1 Afturelding , Mosfellsbæ 4 – 3 flokkur Skráning í sportabler fyrir 5 október
7-8 nóvember Haustmót 2 í Teamgym Höttur, Egilsstöðum 1 flokkur, 2 flokkur Skráning í sportabler fyrir 5 október
12 desember Jólasýning Vesturgata Allir iðkendur í fimleikum og parkour Upplýsingar koma í sportabler
18 desember – 4 janúar Jólafrí hjá öllum hópum

 

 

Vor 2021

Dagsetning Viðburður Staðsetning Hver tekur þátt? Annað
6-7 febrúar Bikarmót 1 Teamgym Stjarnan Mfl, 1 fl, 2 fl, kky, Skráning í sportabler fyrir 22 janúar
13-14 febrúar Bikarmót 2 Teamgym Selfoss 5-3 flokkur Skráning í sportabler fyrir 29 janúar
27-28 febrúar Bikarmót í stökkfimi Grótta KK eldri Skráning í sportabler fyrir 12 febrúar
27 mars – 5 apríl Páskafrí hjá öllum hópum
14-17 apríl EM í Teamgym í DK
22 apríl Sumardagurinn fyrsti frí hjá öllum hópum
1 maí Verkalýðsdagurinn frí hjá öllum hópum
24-25 apríl Íslandsmót í stökkfimi Stjarnan KK eldri Skráning í sportabler fyrir 9 apríl
8-9 maí GK meistaramót Ármann *5 efstu lið í A deildum
13 maí Uppstigningardagur frí hjá öllum hópum
15-16 maí Vormót B og C deilda Fjölnir B og C lið í 5- 2 flokk Skráning í sportabler fyrir 30 apríl
24 maí Annar í hvítasunnu frí hjá öllum hópum
4 júní Íslandsmót 1 Teamgym Óstaðfest Meistaraflok kur, 1 flokkur
5-6 júní Íslandsmót 2 Teamgym A deildir 5-2 flokkur Skráning í sportabler fyrir 21 maí
Vorsýningar iðkennda á æfingatíma
12 júní Sumarfrí

 

**dagsetningar geta breyst og þjálfarar geta sett á æfingar í fríum ef stórir viðburðir eða keppnir eru á næstunni og vinamót gætu bæst inn.

 

Fimleikar eru fyrir alla.

Bestu kveðjur Þórdís Þráinsdóttir

Yfirþjálfari Fimleikafélags Akraness

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content