ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hattarmenn höfðu betur

Hattarmenn höfðu betur

02/02/15

#2D2D33

‘-vítanýtingin banabiti ÍASkagamenn tóku í gær á móti Hattarmönnum frá Egilsstöðum en þeir hafa komið sér þægilega fyrir í topp sæti 1. deildar. Því miður tókst okkur Skagamönnum ekki ýta við þeim á toppnum en leiknum lauk með 10 stiga sigri gestanna.Hattarmenn komu vel stemmdir í leikinn og staðráðnir í að láta okkur í ÍA hafa fyrir hlutunum. Eitthvað voru okkar menn lengi í gang og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 14-19 og í hálfleik 30-47 og ljóst að í seinni hálfleik yrði á brattann að sækja.Heimamenn komu þó til síðari hálfleiks með miklu betra hugarfari en því miður var það of seint, Höttur hafði komið sér í huggulega forystu og ÍA náði aldrei að ógna þeim almennilega þótt þeir hafi unnið hálfleikinn með 43 stigum gegn 36. Lokatölur leiksins urðu því 73-83 Hetti í vil.

Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem réði úrslitum í leiknum en ef maður skoðar tölfræðina í leit að svari liggur beinast við að kenna vítanýtingunni um en Skagamenn hittu einungis úr 5 af 16 vítaskotum sínum eða 31% sem er ekki í boði á móti neinu liði, hvað þá toppliði deildarinnar frá Egilsstöðum sem skoruðu úr 20 af 22 vítaskotum sínum sem er nýting upp á 91%.Í 2ja stigaskotum hittu Skagamenn úr 19 af 45 skotum sínum á meðan Hattarmenn settu 18 af 44 niður. Fyrir utan 3ja stiga línuna settu leikmenn ÍA 10 af 24 skotum niður og Hattarmenn 9 af 23 sktoum. Heildar skotnýting utan af velli var því 29 af 69 hjá ÍA eða 42% á móti 27 af 67 hjá Hetti eða 40% skotnýting. Það er því tölfræðilega rétt að kenna vítaskotunum um og ekki ólíklegt að það verði tekin aukaæfing hjá leikmönnum ÍA þar sem skotið verður af vítalínunni.

Besti maður vallarins kom úr herbúðum Hattar og heitir Tobin Carberry en hann skoraði 33 stig, tók 17 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Zachary Jamarco Warren var stigahæstur í ÍA liðinu með 29 stig auk þess að taka 6 fráköst og gef 6 stoðsendingar. Zachary þurfti að fara af velli og yfirgefa húsið þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. Betur fór en á horfðist en litli fingur hægri handar fór úr lið en allt eins var talið að um brotinn fingur væri að ræða. Því var farið með hann á sjúkrahús þar sem fingurinn var myndaður til að ganga úr skugga um að hann væri ekki brotinn áður en hann var settur aftur í lið. Ljóst er að Zachary verður frá næstu daga vegna þessara meiðsla en næsti leikur íA er á útivelli gegn Breiðablik á föstudaginn og svo heimaleikur við KFÍ sunnudaginn 8. febrúar kl. 18:00.Ítarlegari tölfræði úr leiknum má nálgast hér
Einnig er hægt að skoða fullt af flottum myndum frá Jónasi ljósmyndara hér

Edit Content
Edit Content
Edit Content