Haraldarbikarinn sem er eitt af elstu innanfélagsmótum Leynis verður haldið n.k. laugardag 18. ágúst og sunnudag 19. ágúst. Ræst er út frá kl. 8 – 10 báða dagana.
Leikfyrirkomulag er 18 holu höggleikur með og án forgjafar og geta kylfingar valið hvorn daginn þeir spila og mun betri hringur telja. Hámarksforgjöf karla er 28 og 36 hjá konum. Karlar leika af gulum teigum, karlar 65 ára og eldri, konur, og unglingar 12 ára og yngri leika af rauðum teigum teigum.
Glæsileg verðlaun fyrir 1. til 3. sæti með forgjöf og einnig 1.sæti án forgjafar. Nándarverðlaun á par 3 holum báða daga. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæð með og án forgjafar.
Skráning á golf.is
Athugið, eitt mótsgjald 3500 kr. sem gildir fyrir báða daga !