ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Guðni Örn færir Golfklúbbnum Leyni myndarlegan styrk

Guðni Örn færir Golfklúbbnum Leyni myndarlegan styrk

12/07/18

#2D2D33

Golfklúbburinn Leynir tók á móti styrk frá Guðna Erni Jónssyni s.l. laugardag 7.júlí þegar opna Guinness golfmótið var haldið. Guðni Örn varð nýlega 60 ára og fagnaði á sama tíma 30 starfsafmæli sem tæknifræðingur og við það tilefni óskaði hann eftir að þeir sem vildu gleðja hann með gjöfum gæfu í staðinn styrk sem myndi renna til barna og unglingastarfs klúbbsins. Golfklúbburinn Leynir vill við þetta tilefni færa Guðna Erni kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Á myndinni má sjá Guðna Örn og golfvini hans þegar styrkurinn var afhentur og tók Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis við styrknum fyrir hönd Leynis.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content