ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Gríðarlega mikilvægur leikur framundan við Blika

Gríðarlega mikilvægur leikur framundan við Blika

18/02/15

#2D2D33

‘-úrslitakeppnin í boði fyrir ÍA

Byrjum á því að sjá mynd af stöðunni í deildinni:

Svona lítur taflan út í dag. Til útskýringar fer efsta lið 1. deildar beint upp í úrvalsdeild, kennda við Dominos. Liðin í 2. – 5. sæti fara í úrslitakeppni þar sem liðið í 2. sæti mætir liðinu í 5. sæti og liðið í 3. sæti mætir liðinu í 4. sæti. Liðin sem enda í 2. og 3. sæti eiga heimavallarréttinn í þessum viðureignum þannig að ef serían fer i þrjá leiki er fyrsti og þriðji leikurinn spilaður á heimavelli liðana í 2. og 3. sæti. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki í þessum viðureignum fara áfram í úrslitarimmu 1. deildar um seinna lausa sætið í efstu deild og það lið af þeim tveimur sem vinna í fyrri umferðinni og endar ofar í deildinni fær heimavallarréttinn í úrslitarimmunni sjálfri eins og lýst var hér að ofan.

Eins og staðan er í dag hefur Höttur tryggt sæti sitt í úrslitakeppni amk. en þó ekki enn tryggt Deildarmeistara titilinn. Liðið hefur 8 stiga forystu á Hamar og FSu en á eftir að keppa við Hamar úti í næsta leik, FSu heima í umferðinni á eftir og svo ÍA í loka umferðinni. Tapi Höttur rest og vinni FSu rest verður FSu Deildarmeistari á innbyrðis viðureignum gegn Hetti, en Höttur er með innbyrðis viðureignirnar á Hamar.
En aftur að úrslitakeppninni, Hamar og FSu hafa svo gott sem tryggt sér sæti. ÍA, Valur og Breiðablik eiga þrjú möguleika á að ná tveimur síðustu lausu sætum úrslitakeppninnar. KFÍ og Þór eiga ekki tölfræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppni og keppa því upp á heiðurinn í síðustu leikjum sínum.Ef við skoðum leikjaplan þessara þriggja liða sem “nú hefja einvígi um sæti í úrslitakeppni“ þá er það svona:

ÍA 6 leikir eftir, 4 heima og 2 úti. 12 stig í pottinum.19. febrúar ÍA vs. Breiðablik27. febrúar Valur vs. ÍA5. mars ÍA vs. Hamar8. mars ÍA vs. KFÍ12. mars FSu vs. ÍA20. mars ÍA vs. HötturValur 5 leikir eftir, 2 heima og 3 úti. 10 stig í pottinum.27. febrúar Valur vs. ÍA7. mars Þór vs. Valur8. mars Þór vs. Valur13. mars Valur vs. KFÍ20. mars Breiðablik vs. Valur

Breiðablik 5 leikir eftir, 3 heima og 2 úti. 10 stig í pottinum.19. febrúar ÍA vs. Breiðablik26. febrúar FSu vs. Breiðablik6. mars Breiðablik vs. KFÍ15. mars Breiðablik vs. Þór20. mars Breiðablik vs. Valur

Eins og sjá má þá er nokkuð í land með að línur skýrist endanlega. Sú staða gæti tölfræðilega komið upp að Hamar, FSu, ÍA, Valur og Breiðablik endi öll jöfn með 22 stig. Til þess þurfa Hamar og FSu að tapa rest, Breiðablik að vinna rest og ÍA vinna Hamar og FSu en tapa öðrum og Valur að vinna ÍA og einn leik við Þór eða KFÍ en tapa öðrum leikjum. Gríðarlega langsóttur möguleiki og ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvaða lið myndu fara í úrslitakeppnina ef þessi staða kæmi upp þar sem allar innbyris viðureignir þessara liða stæðu þá 2-1 á þvers og kruss og því þyrfti sennilega að fara í að skoða heildar skoruð stig hvers liðs til að útkljá hvaða 4 lið tækju sætin, sem er tæknilega ómögulegt að gera hér í þessari grein.
Þannig að of flókið mál væri á þessu stigi að velta upp öllum möguleikum á liðum í úrslitakeppni og hvaða lið verður Deildarmeistari en ef við gefum okkur að FSu og Hamar séu amk. búin að tryggja sæti sitt þar þá eru það eins og fram kemur hér að ofan ÍA, Valur og Breiðablik sem munu kljást um tvö laus úrslitakeppnins sæti. Við getum aðeins leikið okkur með að skoða tölfræðilega möguleika þar en einblýnum á ÍA.

Alls verður leikin 21 umferð í deildinni þetta tímabilið og eiga þessi þrjú lið, ÍA, Valur og Breiðablik, eftir að mætast öll innbyrðis. Ef við skoðum fyrri viðureignir þessara liða í deildinni þetta tímabilið þá hafa Valsmenn og Blikar mæst tvisvar og Valur unnið báða leikina þannig að verði liðin jöfn er Valur fyrir ofan á innbyrðis viðureignum. ÍA og Breiðablik hafa einnig mæst tvisvar og unnið sinn leikinn hvort en næsta verkefni þessara liða er gríðarlega mikilvægur innbyrðis leikur á Vesturgötunni á Akranesi fimmtudaginn 19. febrúar. ÍA getur með sigri komist í 20 stig, 8 stigum fyrir ofan Breiðablik sem á þá 4 leiki eftir sem geta gefið þeim 8 stig þannig að þeir geta þá endað með 20 stig, tapi ÍA rest eftir leikinn við Breiðablik, þá verður ÍA fyrir ofan Breiðablik líka á innbyrðis viðureignum. Það er því öruggt að ÍA tryggi úrslitakeppnissæti með sigri á fimmtudaginn þar sem ÍA hefur unnið báðar viðureignir sínar gegn Val hingað til, ef öll liðin myndu enda með 20 stig.

Líkt og áður hefur verið getið er of langt eftir af tímabilinu til að stútera úrslitakeppni svo vel sé gert á þessum tímapunkti þannig að við látum ógert hér að fara í að skoða möguleika á heimavallarrétti o.s.frv.. Aðal atriðið er að ÍA getur með sigri á fimmtudaginn gegn Breiðablik tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar um laust sæti í Dominos-deildinni á næsta tímabili.

Að því sögðu viljum við nota tækifærið og hvetja ALLA, í alvöru ALLA sem mögulega geta komið á Vesturgötuna á fimmtudaginn og styðja ÍA í að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni þetta tímabilið…! Við erum að tala um Risa Leik með stóru R-i og L-i.
Áfram ÍA

Svona endaði síðasti heimaleikur Myndband
Og hér er annað af því sama – með fögnuði
Skoðaðu viðburðinn ÍA vs. Breiðablik á Facebook

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content