ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Greiðsla árgjalda fyrir 2017 hafinn

Greiðsla árgjalda fyrir 2017 hafinn

06/01/17

#2D2D33

Á aðalfundi GL þann 6. desember s.l. voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2017 og verða þau með eftirfarandi hætti:

– Fullorðnir 30 – 66 ára 80.000 kr.*
– Fullorðnir 22 – 29 ára 56.000 kr.*
– Makagjald 56.000 kr.*
– 67 ára og eldri 56.000 kr.*
– 16 – 21 árs 27.000 kr. **
– Börn og unglingar 15 ára og yngri 16.000 kr. **
– Nýliðagjald 40.000 kr. ***
– Fjaraðild 56.000 kr.****

Greiðsla árgjalda

Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.

Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GL í síma 896-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is

Skýringar vegna árgjalda

*Veittur er 5% staðgreiðslu afsláttur af fullu árgjaldi sé greitt fyrir eindaga sem er 1. febrúar 2017. Afsláttargjald er 76.000 kr.

*Veittur er afsláttur af makagjaldi, 67 ára og eldri, 22-29 ára, fjaraðild og nýliðagjaldi ef greitt er fyrir eindaga 1. febrúar 2017. Afsláttargjald er 53.200 kr.

**Allir félagsmenn og iðkendur í barna og unglingastarfi eru með fulla aðild að Garðavelli og heimild til þátttöku í almennu æfingastarfi.

***Almennt er nýliðagjald fyrir 22 ára og eldri sem hafa ekki áður verið félagsmenn í GL eða ekki greitt árgjöld undanfarin 5 ár (2016, 2015, 2014, 2013, 2012). Nýliðagjald er greitt fyrsta árið sem félagsmaður er í klúbbnum og síðan greiða félagsmenn fullt gjald á öðru ári. Innifalið í nýliðagjaldi er 3 klst námskeið þar sem farið er yfir grunnatriði og helstu reglur í golfi ásamt 5 boltafötum á æfingasvæðinu Teigum. Ath: Vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra GL vegna aðildar að GL.

Í nýliðagjaldi er full aðild að Garðavelli.

****Fjaraðild er fyrir þá sem búa utan Akranes og nærsveita þ.e. utan póstnúmera 300 og 301. Innifalið í fjaraðildargjaldi eru 5 boltafötur á æfingarsvæðinu Teigum. Ath: Vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra GL vegna aðildar að GL.

Námsmenn sem hyggjast greiða námsmannagjald eru vinsamlega beðnir að hafa samband við framkvæmdastjóra GL vegna aðildar að GL.

Systkinaafsláttur er 10% hjá GL og reiknast af hverju greiddu gjaldi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content