ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góður sigur í Höllinni í kvöld

Góður sigur í Höllinni í kvöld

12/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna vann í kvöld afar sannfærandi sigur á Tindastólsstúlkum í fyrsta leik sínum í 1. deild kvenna, en lokatölur urðu 6-0.

Skagastúlkur höfðu góða stjórn á leiknum, spiluðu af góðum krafti og sköpuðu sér töluvert af færum en það vantaði aðeins upp á yfirvegun fyrir framan markið.

Maren Leósdóttir skoraði fyrsta markið á sautjándu mínútu og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir bætti öðru við rétt fyrir hálfleik.

Maren bætti við öðru marki á 63. mínútu og fullkomnaði þrennuna á 75. mínútu. Skagastúlkur voru þó ekki hættar, Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti við marki á 77. mínútu en síðasta markið skoraði Erla Karitas Jóhannesdóttir, í sínum fyrsta meistaraflokksleik í Íslandsmóti, en það kom á 81. mínútu.

Það þarf ekki að koma neinum mikið á óvart en Maren Leósdóttir var valin maður leiksins og hlaut hún að launum 10.000 kr. gjafabréf frá veitingastaðnum Uno.

Næsti leikur stelpnanna verður 19. maí þegar þær heimsækja ÍR.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content