Meistaraflokkur kvenna vann góðan útisigur á Selfossi í 1. deildinni í kvöld með einu marki gegn engu. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu.
Helena Ólafsdóttir, þjálfari liðsins, hafði þetta um leikinn að segja: “Frábær karakters sigur í kvöld. Stelpurnar börðust vel og spiluðu flottan varnarleik á móti sterku liði Selfoss. Virkilega ánægð með þær og vonandi höldum við áfram á þessari braut”.
Eftir sigurinn í kvöld eru Skagastúlkur í 5. sæti deildarinnar með 20 stig.
Í kvöld varði María Mist Guðmundsdóttir mark ÍA í sínum fyrsta meistaraflokksleik í deildinni, en hún hafði áður leikið einn leik í Lengjubikarnum í vetur. Það vildi svo skemmtilega til að varamarkvörðurinn á bekknum í leiknum var móðir hennar, Steindóra Steinsdóttir en hún hefur áður varið mark ÍA í tæplega 130 meistaraflokksleikjum (skv. skráningu KSÍ). Ekki kom þó til hennar kasta í þessum leik. Myndin með fréttinni er af þeim mæðgum.