HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Góður árangur ÍA á Íslandsmeistarmóti.

Góður árangur ÍA á Íslandsmeistarmóti.

18/02/18

28275431_10156124664139450_1960583213_o

Öðru móti Íslandsmeistarmótaraðarinnar í klifri lauk í Klifurhúsinu í dag með keppni eldri flokka, 16-19 ára og 20+. Keppendur ÍA stóðu sig með prýði og í 16-19 ára flokki sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir og var þetta annar sigur hennar á jafnmörgum mótum. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir hafnaði í þriðja sæti og var þetta hennar fyrsta keppni í grjótglímu. Fyrr um helgina höfðu þau Sylvía Þórðardóttir og Hjalti Rafn Kristjánsson komist á verðlaunapall með bronsverðalaun í flokki 11-12 ára. Um tuttugu ÍA klifrarar á aldrinum 6-19 ára tóku þátt um helgina og greinilega mikill meðbyr með klifri á Skaganum þessa dagana.

Síðasta mótið sem gildir til Íslandsmeistaratitils verður haldið eftir tvær vikur í Klifurhúsinu og standa ÍA klifrarar því vel að vígi fyrir það.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content