ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góður árangur GL krakka á fyrstu GSÍ mótum sumarsins

Góður árangur GL krakka á fyrstu GSÍ mótum sumarsins

29/05/17

#2D2D33

Íslandsbankamótaröðin og Áskorendamótaröð Íslandsbanka hófust um helgina en mótin eru hluti af unglingamótaröðum GSÍ..

Leynir átti 14 fulltrúa á mótunum tveimur, 9 tóku þátt á Áskorendamótaröðinni sem leikin var á Selfossi og 5 léku á Íslandsbankamótaröðinni sem leikin var á Hellu. Á Selfossi gerði Bára Valdís Ármansdóttir sér lítið fyrir og vann Stúlknaflokkinn 15-18 ára, Klara Kristvinsdóttir varð í 3. sæti í sama flokki.

Í piltaflokki 14 ára og yngri gerðu okkar strákar einnig góða hluti. Gabríel Þór Þórðarson varð í 2. sæti og þeir Þorgeir Örn Bjarkason og Ingimar Elfar Ágústsson urðu jafnir í 3. sæti.

Auk þessara 5 verðlaunahafa tóku Bjarki Brynjarsson, Daði Már Alfreðsson, Kári Kristvinsson og Kristín Vala Jónasdóttir þátt á Selfossi og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

Á Íslandsbankamótaröðinni á Hellu átti Leynir 5 keppendur. Fjórir léku í flokki 15-16 ára pilta og 1 lék í flokki 14 ára og yngri drengja. Aðstæðu voru krefjandi á Hellu sér í lagi fyrripart sunnudags þegar flestir okkar stráka voru við leik. Veðrið batnaði mikið þegar leið á daginn og það nýtti Björn Viktor Viktorsson sér og lék gott golf sem skilaði honum í hús jafn í 1. sæti. Eftir bráðabana um 1. sætið varð 2. sætið þó hlutskiptið.

Frábær árangur og þátttaka hjá krökkunum okkar. Áfram Leynir og ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content