Við hjá FIMA viljum óska ykkur gleðilegs nýárs og þökkum fyrir gamalt og gott.
Fimleikaæfingar hefjast fimmtudaginn 7. janúar skv. stundatöflu
Íþróttaskólinn og 5 ára fimleikar hefjast laugardaginn 16. janúar
Ný stundatafla kemur inn von bráðar.
Í lok hvers árs er valinn Fimleikamaður Akraness 2015 og þetta árið er það Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir sem er kjörin annað árið í röð. Við viljum óska henni innilega til hamingju!
Árið hefur einnig verið viðburðarríkt hjá FIMA og hafa allir staðið sig ótrúlega vel.
Það verða breytingar á vorönninni, t.d. hvað varðar æfingatíma og þjálfara, því biðjum við ykkur að kynna ykkur þær breytingar þegar þær verða gefnar út á næstu dögum.
Við eigum nokkra Íslandsmeistara og Bikarmeistara á árinu sem er að líða. Við viljum biðja þær sem nefndar eru hér að neðan að mæta 6.janúar á uppskeruhátíð ÍA eftir Þrettándabrennuna og fá þar viðurkenningu. Jafnframt óskum við þeim sem og öllum iðkendum FIMA til hamingju með glæstan árangur á árinu sem var að líða. Við hlökkum til að sjá meira af ykkur árið 2016.
Íslandsmeistarar 2015:
Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir í Stökkfimi í A flokki
Guðrún Julianne Unnarsdóttir í Stökkfimi í A flokki
Sylvía Mist Bjarnadóttir í Stökkfimi í A flokki
Bikarmeistarar 2015:
Aldís Eir Valgeirsdóttir í Meistaraflokki B
Aldís Inga Sigmundsdóttir í Meistaraflokki B og í Stökkfimi A flokki
Andrea Dís Elmarsdóttir í Stökkfimi A flokki
Dawn Edelokun Simire í Meistaraflokki B
Elísa Pétursdóttir í Meistaraflokki B
Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir í Stökkfimi A flokki
Halla Guðrún Hallvarðsdóttir B flokki
Harpa Rós Bjarkadóttir í Meistaraflokki B
Heba Bjarg Einarsdóttir B flokki
Hrafnhildur Jökulsdóttir í Stökkfimi A flokki
Írena Rut Elmarsdóttir í Meistaraflokki B
Katrín Lind Lúðvíksdóttir í Meistaraflokki B
Matthildur Hafliðadóttir B flokki
Oddný Guðmundsdóttir B flokki
Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir í Meistaraflokki B
Salka Brynjarsdóttir í Stökkfimi A flokki
Sóley Brynjarsdóttir í Stökkfimi A flokki
Sólveig Erla Þorsteinsdóttir í Meistaraflokki B
Sylvía Lyn Trahan í Stökkfimi A flokki
Sylvía Mist Bjarnadóttir í Meistaraflokki B
Unndís Ída Ingvarsdóttir í Stökkfimi A flokki
Valdís Eva Ingadóttir í Meistaraflokki B og í Stökkfimi A flokki
Þórdís Líf Valgeirsdóttir í Meistaraflokki B
Þuríður Ósk Magnúsdóttir B flokki
Áfram FIMA – Áfram ÍA!