Veður undanfarna daga hefur verið gott og völlurinn okkar tekið vel við sér og er ástand vallarins gott miðað við árstíma. Garðavöllur verður tímabundið opin um helgina 23. – 24. apríl 2016 fyrir félagsmenn og opið mót sem haldið verður á sunnudeginum. Frekari opnun vallarins verður ákveðin í lok sunnudagssins 24. apríl og verður tilkynning send til félagsmanna þar um.
Að sögn vallarstjóra Garðavallar verða sumarflatir slegnar fyrir þessa tímabundnu opnun vallarins. Ath: brautir verða ekki slegnar.
Kylfingar eru beðnir að ganga vel um völlinn og hafa eftirfarandi atriði í huga:
– Vera ávalt með flatargaffal við hendina þegar leikið er og gera við boltaför á flötum, sín og annara ef þess er þörf.
– Setja torfusnepla vandlega í kylfuför, bæði á brautum og teigum. Við viljum ekki þurfa að slá boltann okkar úr kylfufari annarra og völlurinn okkar verður mun ósnyrtilegri ef við göngum ekki vel frá torfusneplum.
Powered by WPeMatico