ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Garðar Gunnlaugs framlengir við ÍA

Garðar Gunnlaugs framlengir við ÍA

29/12/15

#2D2D33

Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2017, en fyrri samningur gilti út tímabilið 2016.  Garðar hefur verið aðalmarkaskorari liðsins undanfarin ár og fékk bronsskóinn í haust þegar hann gerði 9 mörk í 17 leikjum í Pepsideildinni.  “Garðar er mikilvægur hlekkur í liðinu og ég er gríðarlega ánægður með að búið sé að tryggja krafta hans næstu 2 árin” segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari meistaraflokks.
Við óskum Garðari til hamingju með samninginn og væntumst mikils af honum í framhaldinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Garðari ásamt Magnúsi Guðmundssyni formanni KFÍA og Jóni Þór Haukssyni aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Edit Content
Edit Content
Edit Content