31. desember, Gamlársdagur- Lokasmölun hrossa úr flóanum
Stefnt er að því að byrja smölun kl 12 og vera komin með hrossin í Æðarodda kl 13.
Félagsheimilið verður opið milli 12 – 14 og í boði heitt kakó og vöfflur með rjóma. (Verð: frjáls framlög í krús)
Allir velkomnir til að fylgjast með hrossahópnum koma niður í Æðarodda. Eigendur ná svo í sín hross og fara með í hesthús. Skemmtilegt að fylgjast með 1. starfsdegi hestaársins á Æðarodda.