ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Gæðingakeppni Dreyra- Úrtaka fyrir Landsmót

Gæðingakeppni Dreyra- Úrtaka fyrir Landsmót

20/05/18

#2D2D33

Hestamannafélögin Dreyri og Glaður (í Dalasýslu) hafa ákveðið að sameinast um úrtökumót vegna Landsmóts 2018.
Mótið fer fram á Æðarodda (Akranesi) og verður boðið upp á tvær umferðir. Fyrri umferðin fer fram laugardaginn 9. júní og seinni umferðin sunnudaginn 10. júní. Keppendum verður frjálst að taka þátt í annarri eða báðum umferðum en betri árangur gildir hjá þeim sem taka þátt í báðum.

Fyrri umferð úrtökunnar verður jafnframt gæðingamót Dreyra þannig að riðin verða úrslit í lok laugardagsins eða um kvöldið. Keppendum Glaðs í yngri flokkum (ungmenna-, unglinga- og barnaflokkum) býðst að taka þátt í úrslitunum. Í seinni umferðinni, á sunnudeginum verður eingöngu forkeppni.

Opið verður fyrir skráningar í báðar umferðir frá og með 20. maí til miðnættis að kvöldi 3. júní.

Skráningar fara fram í skráningakerfi SportFengs (sportfengur.com). Skráningagjöld eru 5.000 kr. í A-flokk og B-flokk gæðinga en 3.500 kr. í ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk. Athugið að fyrri og seinni umferð eru sett upp eins og sitthvort mótið í SportFeng. Þeir sem skrá sig í báðar umferðir greiða samt bara einfalt skráningagjald.

Skráningakerfið mun reyna að innheimta gjald fyrir báðar umferðir en greiðendur þurfa sjálfir að gæta að því að greiða aðeins eitt gjald per skráningu, óháð hvort skráð er í aðra eða báðar umferðir.

Ath – skráning er ekki gild ef millifærsla hefur ekki verið framkvæmd þegar skráningarfresturinn er liðin.

Fyrirhugað er að vera með æfingamót sem gæðingadómari dæmir í lok keppnisnámskeiðs með Lindu Rún. Tímasetning á því verður auglýst síðar.

Dreyri hefur rétt til að senda 3 keppendur í hvern flokk á Landsmótinu í Víðidal, nema í keppni í tölti þar sem knapar með hæstu einkunnir í tölti á landsvísu komast inn.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content