Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna hefja leik í 1. deildinni í kvöld, föstudaginn 12. maí, gegn Tindastólsstúlkum. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Aðeins eru til þrjár skráðar viðureignir þessarra liða á heimasíðu KSÍ en Skagastúlkur hafa haft betur í þeim öllum, en sú síðasta fór fram 2013.
Að venju verður valinn maður leiksins hjá ÍA eftir leikinn og fær hún að launum 10.000 kr. gjafabréf frá Veitingastaðnum Uno.
Aðrir fastir liðir verða einnig á sínum stað, boðið verður upp á fríar kaffiveitingar í hálfleik þar sem einnig verða seldir happdrættismiðar.
Við erum spennt að hefja sumarið hjá stelpunum, en hópurinn okkar er blanda af reynslumiklum leikmönnum annars vegar og ungum og efnilegum hins vegar og við teljum þær vera til alls líklegar. Við erum heldur ekki ein um það eins og sjá má á Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild kvenna, en þar hefur ÍA verið spáð toppsætinu.
Við hvetjum því alla til að skella sér í pollagallann og mæta á Norðurálsvöllinn til að styðja stelpurnar. Eins og komið hefur fram var um tíma líklegt að leikurinn yrði færður inn í Akraneshöll vegna veðurs, það er enn ekki alveg útilokað, en dómarar og þjálfarar munu eiga lokaorðið um það skömmu fyrir leik.
Áfram ÍA