ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri frístundamiðstöð

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri frístundamiðstöð

19/01/18

skóflustungaleynir20183-1132x670

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi í dag 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni.

Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður standa að framkvæmdinni en ný frístundamiðstöð mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar.

Nýja frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000 fermetrar að flatarmáli og skiptist í 700 fermetra jarðhæð og rúmlega 300 fermetra kjallara sem hýsa mun inniæfingaaðstöðu klúbbsins. Verkefnið gengur vel og er áætlað að hefja jarðvinnu og uppgröft mánudaginn 22. janúar og í kjölfarið mun vinna vinna við sökkla og kjallara hefjast. Áætlanir gera ráð fyrir áfangaskiptu verkefni þar sem fyrsti áfangi verður tekin í notkun undir lok sumars 2018 og áfangi tvö á vormánuðum ársins 2019.

Hér að neðan má sjá umfjallanir bæjarmiðlana um málið .

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri frístundamiðstöð

Framkvæmdir við frístundamiðstöð á Akranesi formlega hafnar

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content