Það voru á milli 40-50 stelpur á aldrinum 13 – 19 ára sem mættu á fyrirlestur hjá Anítu Sól Ágústsdóttur, Bryndísi Rún Þórólfsdóttur og Veronicu Líf Þórðardóttur sem allar eru leikmenn meistaraflokks kvenna. Fyrirlesturinn fjallaði um fótboltann og lífið í Bandaríkjunum. Þær stöllur sem allar eru á skólastyrk, stunda háskólanám og spila fótbolta samhliða því. Þær fóru yfir sína reynslu og upplifun af lífinu í Bandaríkjunum. Frábær fyrirlestur hjá þeim og við hjá knattspyrnufélaginu erum stolt af okkar stelpum.