Brúin, starfshópur um forvarnir á Akranesi, býður ykkur til fræðslufundar í Tónbergi miðvikudaginn 28.febrúar kl 19.30.
Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, fjallar um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi, ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni.
Magnús Orri var með vinnustofu fyrir stjórnendur hjá Akraneskaupstað í byrjun janúar og var fólk mjög ánægt með hann og kallaði eftir því að starfsmenn storfnana fengju þennan fyrirlestur líka. Okkur, sem vinnum með börnum og ungu fólki, finnst einnig mikilvægt að foreldrar fái þessa fræðslu til að geta nálgast umræðuna heima.
Umsagnir nokkurra forstöðumanna hjá Akraneskaupstað:
,,Einlægur og áhrifaríkur fyrirlestur sem er nauðsynlegur öllum sem vilja taka þátt í að breyta menningu vinnustaða og samfélags” Ingunn Ríkharðsdóttir Leikskólastjóri Garðaseli.
„Hann opnaði virkilega augu mín á ýmsu er við kemur samskiptum kynjanna og þeirri þörf á að koma til móts við ólíkar þarfir og kröfur okkar.“ Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar og safnamála.
,,Virkilega flottur fyrirlestur sem vekur mann sannarlega til umhugsunar” Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs – og forvarnarmála.
Fyrirlesturinn er fyrir foreldra,ungmenni og alla þá sem hafa áhuga á málefninu
Hér er hlekkur á viðburðinn á fb: