Leikurinn fer fram 30.maí klukkan 19.15
Rúta : Brottför frá Akranesi 16.45.
Grindavík býður upp á mat með miða – tilboð fyrir leikinn.
Á miðvikudaginn 30. maí mun Grindavík taka á móti vinum okkar frá Akranesi í Mjólkurbikarnum. Við ætlum ekki að vera með Bacalao mót þetta árið en ætlum í tilefni af þessum leik að vera með saltfisk fyrir leik í Gjánni og mun Bjarni Óla (Bíbbinn) sjá um eldamennskuna. Að sjálfsögðu munum við grilla hamborgara líka og vera með einhverja góða drykki með.
Þeir opna kl. 17:30 og verðmiðinn á þessu er eftirfarandi:
Saltfiskur og miði á leikinn: 4.000 kr.-
Hamborgari/kaldi og miði á leikinn: 3.000 kr.-
Hamborgari/gos og miði á leikinn: 2.500 kr.-
Annars kostar 2000 kr á leikinn.
Verð í rútu:
Rúta í Grindavík er 2000 kr fyrir fullorðinn. 1500kr fyrir 16 ára og yngri
Skráning í rútu hér, ef lágmarksfjölda er náð þá kemur E-meil miðvikudagsmorgun um staðfesta brottför!
Mætum í GULU, Með trommur og læti !
Panta rútu hér!
#ÁframÍA