Dreyrafélagar:
FERÐAR-FUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl.20 í félagsheimilinu vegna fjölskylduferðar hestamannafélagsins á Löngufjörur 9.-11.júní.
Kostnaður er um Kr. 10.000 fyrir mann og hest (gisting á Snorrastöðum og girðingargjald)
Kynningarfundur var haldinn 28. mars og ætlunin er á fundinum næsta miðvikudag (5.apríl) að þeir sem ætla sér að fara mæti og ráði ráðum sínum varðandi t.d. matarmál, flutninga á hrossum og annað.
Nú þegar er kominn góður hópur af fólki sem ætlar í þessa ferð, nefndin hvetur fólk til að skella sér með á fjörurnar dásamlegu.
Hægt er að skrá sig í ferðina á groa.thorsteinsdottir@hve.is
Kveðja Ferðanefndin