Á meðal gesta á leik ÍA og HK sem fram fór í Inkasso-deild karla í gær voru fulltrúar frá KSÍ sem mættu á svæðið til að kynna sér aðstæður á svæðinu og fylgjast með leik í toppslag Inkasso-deildarinnar.
Þetta voru þeir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A landsliðs karla, en Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, og Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA, tóku á móti gestunum.
Á leik ÍA og HK voru mættir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A landsliðs karla, og Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA.