ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Frístundamiðstöð – staða verkefnis 29. nóvember 2017

Frístundamiðstöð – staða verkefnis 29. nóvember 2017

29/11/17

#2D2D33

Nú styttist í að framkvæmdir hefjist við nýja Frístundamiðstöð eftir umfangsmikið útboðsferli undanfarna mánuði. Tilboð eru komin í alla stærstu og veigamestu verkþætti verkefnisins og hefur Akraneskaupstaður samþykkt að halda áfram með verkefnið nú þegar útboðsferli er lokið.
Stjórn GL hefur fengið heimild til að semja við verktaka og lægst bjóðendur f.h. Akraneskaupstaðarog er sú vinna hafinn ásamt öðrum undirbúning áður en eiginlegar framkvæmdir hefjast. Verkfræðihönnun er sömuleiðis að mestu lokið og ekkert sem hindrar að framkvæmdir hefjist á næstunni en áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember n.k. eða síðasta lagi janúar 2018.
Áætlaður framkvæmdakostnaður er 306 mkr án VSK og mun Akraneskaupstaður í gegnum fasteignafélag Akraneskaupstaðar fjármagna allan framkvæmdakostnað til loka verkefnis.
Framlag GL til verksins mun felast í greiðslum á ákveðnum verkliðum sem innifela hönnun, niðurrif, jarðvinnu og þátttöku í umframkostnaði. Stuðst verður við eigin fjármögnun, styrki og annars konar samvinnu yfir 10 ára tímabil.
Verkefnið verður unnið í tveimur áföngum þar sem fyrri áfangi verksins verður tekin í nokun undir lok sumars 2018 og sá síðari vorið 2019 og verður Frístundamiðstöðin þá fullkláruð að öllu leyti. Fyrri áfangi verksins tekur til afgreiðslu og skrifstofuhluta meðan áfangi tvö tekur til salar, setustofu, eldhús, og búningsaðstöðu. Reynt verður eftir fremsta megni að taka inniaðstöðu í kjallara í notkun veturinn 2018/2019.
Frekari upplýsingar um framkvæmdina og verkefnið gefur framkvæmdastjóri Leynis.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content