ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fréttabréf UMFÍ

Fréttabréf UMFÍ

12/08/22

2c3cd00c5c0ca537d0aad819b5a558228e76a35c
 
Skítugasti sprettur ársins í Mosó   UMFÍ stendur fyrir Drulluhlaupi Krónunnar ásamt UMSK og Aftureldingu í fyrsta sinn á laugardag.    
„Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni, sem er bakhjarl Drulluhlaups Krónunnar. Eins og fólk veit hefur Krónan lengi lagt ríka áherslu á lýðheilsumál og sett sér skýra stefnu um mikilvægi málefnisins. „Við hjá Krónunni höfum ávallt hvatt okkar starfsfólk og viðskiptavini til að huga að heilsusamlegu líferni og ekki síst að hafa gaman og því lá þátttaka okkar í Drulluhlaupinu í augum uppi,“ heldur Fanney áfram. Drulluhlaupið fer fram laugardaginn 13. ágúst í Mosfellsbæ og er viðburðurinn haldinn í fyrsta sinn.  

Hér má sjá kort af hlaupaleiðinni    
Rás- og endamark Drulluhlaupsins er við Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ og þurfa þátttakendur að yfirstíga helling af hindrunum, hólum, hæðum og skurðum og á sama tíma leysa hinar ýmsu þrautir til að komast á leiðarenda. Drulluhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). „Við erum hrikalega spennt að halda drullugasta hlaup landsins í fyrsta sinn og er markmiðið einfaldlega að hafa gaman og stunda skemmtilega hreyfingu. Við miðum við að krakkar, átta ára og eldri, komist auðveldlega í gegnum brautina með aðstoð foreldra eða forráðamanna og síðan hafa allir þátttakendur kost á að skola af sér í Varmárlaug að hlaupi loknu. Eva Ruza og Siggi Gunnars halda fjörinu gangandi meðan á viðburðinum stendur. Það verður mikið fjör fyrir alla fjölskylduna í Mosfellsbæ á laugardag,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK.   Drulluhlaup Krónunnar í hnotskurn 
Hvar: Íþróttamiðstöðin að Varmá, Mosfellsbæ
Dagsetning: Laugardagur 13. ágúst 2022
Hvenær: Kl. 11:00 – 14:00
Hlaupaleið: Leiðin er samtals 3,5 km og inniheldur 21 hindrun
Upphaf: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá
Endir: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá
Umsjón: UMFÍ ásamt Ungmennasambandi Kjalarnesþings, Ungmennafélaginu Aftureldingu og frjálsíþróttadeild Aftureldingar
Styrktaraðili: Krónan.   Skráning í Drulluhlaup Krónunnar er í fullum gangi og gengur hún vonum framar. Það er æðislegt ef allir geta deilt efni um þetta frábæra hlaup með okkur.
Skráning í Drulluhlaup Krónunnar      
Leitum að hressum hjálparkokki og ljúfum leiðbeinanda  
Rekstur Skólabúða á Reykjum er að færast yfir á hendur UMFÍ.     
UMFÍ er að taka við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði frá hausti 2022.
Við erum búin að manna í stöður en viljum gera aðeins betur og leitum eftirfarandi starfsmanna í full störf.
Okkur vantar leiðbeinanda og aðstoð við matráð í eldhúsinu.
Möguleiki á er á húsnæði á staðnum og allskonar aukreitis.
Allar upplýsingar um störfin og fleira til má lesa á www.umfi.is.    
 
Tímamót í íþróttahreyfingunni  
Þjónustumiðstöð UMFÍ flytur í haust í Íþróttamiðstöðina. 
Þau tímamót urðu nýlega í íþróttahreyfingunni þegar þeir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um leigu á húsnæði fyrir starfsemi UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stefnt er að því að þjónustumiðstöð UMFÍ flytji á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í haust. Fundarsalir ÍSÍ hafa í gegnum árin verið á þriðju hæðinni í Íþróttamiðstöðinni. Nú er unnið að umfangsmikilli endurskipulagningu allrar þriðju hæðarinnar svo að þar verði til skrifstofurými fyrir starfsemi UMFÍ ásamt fundarsölum ÍSÍ. Framkvæmdir við húsnæðið hófust í sumar og standa yfir inn í haustið. Gert er ráð fyrir því að UMFÍ flytji inn í Íþróttamiðstöðina síðar á árinu.   Aukið samstarf innan íþróttahreyfingarinnar Það eru sannarlega ánægjuleg tímamót að samtökin fari undir eitt þak og mun án nokkurs efa leiða til hagræðis og mögulega betri nýtingu á fjármunum fyrir íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna, einfalda boðleiðir innan íþróttahreyfingarinnar og auka verulega möguleikana á enn frekara samstarfi, samfélaginu til góða.
Edit Content
Edit Content
Edit Content