ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Frábæru Norðurálsmóti lokið – forsetinn leit við í heimsókn

Frábæru Norðurálsmóti lokið – forsetinn leit við í heimsókn

10/06/18

#2D2D33

Nú er glæsilegu Norðurálsmóti lokið enn eina ferðina. Þó veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta var frábært að fylgjast með hinum 1500 iðkendum frá 36 félögum á Íslandi spila alla helgina og gera sitt besta. Enn og aftur tókst afar vel til með framkvæmd mótsins þar sem agað skipulag, þekking og reynsla fyrri ára skilaði sér í bland við dugnað og metnað allra sem störfuðu við mótið og undirbúning þess.

Norðurálmótið er oftast fyrsta stóra mót ungra drengja og því stórt skref fyrir þá sem iðkendur og aðstandendur þeirra. Mótið er líka afar mikilvæg fjáröflun fyrir Knattspyrnufélag ÍA og grundvöllur þess að við getum boðið upp á öflugt og metnaðarfullt starf í knattspyrnu fyrir alla aldurshópa.

Án ykkar aðkomu og allra sjálfboðaliðanna sem skipta hundruðum er ekki hægt að halda mót sem þetta. Norðurálsmótið er líka stórviðburður fyrir Akranes sem bæjarfélag og líklega ein mesta og besta kynning sem bærinn okkar fær á hverju ári. Við viljum því þakka öllum sem komu að mótinu fyrir þeirra vinnu og framlag.

Fjölmargir heimsóttu Akranes um þessa helgi og er ekki úr vegi að segja að íbúafjöldi bæjarins hafi tvöfaldast. Meðal gesta okkar var forseti Íslands sem má sjá á meðfylgjandi mynd.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Magnús Guðmundsson formaður KFÍA um helgina

Edit Content
Edit Content
Edit Content