ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Frábært Nettómót að baki

Frábært Nettómót að baki

07/03/16

#2D2D33

Fyrir tveimur árum síðan fór ÍA með 2 lið á Nettómótið í Reykjanesbæ en þar er keppt í flokkum minniboltans.  Í ár voru það krakkar fæddir 2005-2009 sem tóku þátt.  Það heppnaðist mjög vel og hefur verið haldið áfram að senda lið á það mót.

Samhliða auknum fjölda iðkenda hjá okkur fjöldar liðum okkar á mótinu og í ár vorum með með um 50 leikmenn í 9 liðum á mótinu.  Krakkarnir okkar voru félaginu til mikils sóma innan sem utan vallar og eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína.

 

Á mótinu í ár voru rúmlega 1.200 leikmenn í 248 liðum frá 26 félögum sem spiluðu 1.150 leiki á 35 klukkutímum.  Þar fyrir utan  var farið í bíó, hoppukastalaland var í boði, Vatnaveröldin tók vel á móti keppendum, kvöldvaka þar sem troðslum, töfrabrögðum  og tónlist var telft fram o.m.fl. þannig að nóg var um að vera mótsdagana, innan sem utan vallar.

Okkur er strax farið að hlakka til næsta móts.

 

Að vanda voru myndavélar okkar með í för en með því að smella hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu í ár.

Áfram ÍA

Edit Content
Edit Content
Edit Content