Það var vaskur hópur gulra og glaðra Skagamanna sem mættu í dag til að tína rusl í bænum okkar á degi umhverfisins. Aðildarfélög ÍA og Akraneskaupstaður tóku höndum saman og stóðu fyrir hreinsunardegi og mættu tæplega 400 manns og hreinsuðu til í bænum í um tvær klst. Miklu magni af rusli var safnað og mun Akraneskaupstaður sjá um að koma ruslinu til Gamaþjónustu Vesturlands, sem styrkti verkefnið með pokum undir herlegheitin.
Bænum var skipt upp í svæði og var þeim úthlutað til aðildarfélaga ÍA, allt eftir því hversu margir höfðu skráð sig til leiks. Náðist þannig að dekka megnið af bænum en sérstök áhersla var lögð á svæðin í kringum íþróttamannvirki, golfvöll og hestasvæði auk strandlengjunnar.
Frábær frammistaða okkar duglegu félaga!
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum.