Frábær árangur FIMA á Íslandsmótinu í Stökkfimi – FIMA með þrjá Íslandsmeistarar í samanlögðu
70 ferðalangar lögðu land undir fót þann 30.október 2015. 52 iðkendur tóku þátt í Íslandsmótinu í Stökkfimi frá FIMA en alls voru þáttakendur 200 talsins. Mótið var haldið 31.október á Akureyri. Ferðin gekk ótrúlega vel, keppendur stóðu sig með prýði og kláruðu stökkin sín vel og lítið var um föll. Keppendur voru svo sannarlega FIMA og Akranesi til sóma á Akureyri. Keppt var í þremur hlutum, Fyrsti hluti 9-11 ára, annar hluti 11-13 ára og þriðji hluti fyrir 14 ára og eldri. Íslandsmót í stökkfimi er einstaklingsmót og keppt er á trampólíni og hesti, sem telja saman til stiga, og svo á dýnu í framumferð og afturábakumferð, sem telja saman til stiga. Íslandsmeistarar urðu þeir sem unnu í samanlögðu. Keppt var í Opnum flokki, A flokki og B flokki. Í B flokki má bara gera stökk upp í ákveðið erfiðleikagildi, eftir það er keppt í A flokki upp í ákveðið erfiðleikagildi og svo er Opinn flokkur, en þar má finna erfiðustu stökkin skv. Code Of Points, en það eru hópfimleikareglur sem keppt er eftir.
Hluti 1: Allar fæddar 2006 fengu þátttökuverðlaun, en stóðu þær sig ótrúlega vel. Ragna Sól (2005) lenti í 1.sæti á dýnu í B flokki.
Hluti 2: Guðrún Unnarsdóttir (2004) gerði sér lítið fyrir og tók gull á öllum áhöldum og í samanlögðu í A í sínum aldursflokki. En hún var jafnframt Íslandsmeistari í A-flokki. Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir (2003) sigraði á öllum áhöldum og í samanlögðu í sínum aldursflokki í A. Hún varð Íslandsmeistari í A-flokki. Evlalía Þórðardóttir (2004) var í 2.sæti á tramp í A-flokki, Andrea Kristín Ármannsdóttir (2003) var í 3.sæti á tramp í A flokki og var í 2.sæti í samanlögðu. Alexandra Reynisdóttir (2004) var í 3.sæti á dýnu í A-flokki, Thelma Ragnarsdóttir (2003) var í 3.sæti á öllum áhöldum og í 3.sæti í samanlögðu í A flokki. Ástdís Björgvinsdóttir (2003) var í 3.sæti á dýnu og í 2.sæti í samanlögðu í B flokki. Krissý van der Berg (2003) var í 2.sæti á dýnu í B-flokki.
Hluti 3: í A-flokki var Sóley Brynjarsdóttir (2001) í 1.sæti á dýnu, 2.sæti á tramp og í 2.sæt í samanlögðu. Sylvía Mist Bjarnadóttir (1997) var í 1.sæti á dýnu, 2.sæti á tramp og í 1.sæti í samanlögðu og jafnframt Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Harpa Rós Bjarkadóttir (1997) var í 3.sæti á dýnu, 3.sæti á tramp og í 3.sæti í samanlögðu.
Í Opnum flokki var Dawn Simire (2000) í 3.sæti í samanlögðu, Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir var í 2.sæti á dýnu, 3.sæti á tramp og í 3.sæti í samanlögðu.
Það er greinilegt að framtíðin er björt hjá FIMA og gefur árangurinn góð fyrirheit fyrir komandi keppnistímabil hjá stelpunum í hópfimleikum. Næsta verkefni FIMA er Haustmótið í Hópfimleikum, sem haldið verður á Akranesi 20.-22.nóv í umsjá okkar. Við hlökkum til að sjá þig og þína þar.