ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fjör á vellinum – Hestar og búningar :-)

Fjör á vellinum – Hestar og búningar :-)

22/04/18

#2D2D33

Laugardaginn 31. mars s.l var hið árlega  “Fjör á vellinum” á Æðarodda hjá æskulýðsnefnd Dreyra.  Þá koma saman börn og unglingar í búningum og reyna við þrautabrautina sem sett hefur verið upp á keppnisvellinum. Þátttaka fer fram í tveimur hópum, þ.e yngri deildin þar sem má vera með aðstoð og svo þau eldri sem fara brautina sjálf og reyna við besta tímann.  Yngsti þátttakandinn var 4 ára og þau elstu 15 ára. Allir þátttakendur fengu páskaegg og svo veitt voru verðlaun sem auðvitað var líka páskaegg, fyrir besta búninginn í hvorri deild og besta tímann í þrautabrautinni  hjá þeim eldri.

Dómari  dagsins var hin geðþekki hárskeri Gísli rakari. Besta búningaparið hjá þeim yngri var Valdís Kristinsdóttir sem mætti til leiks með gullfallegan einhyrning til reiðar og  Agnes Rún Marteinsdóttir fékk búningaverðlaun eldri hópseins. Svo var það Ester Þóra Viðarsdóttir sem kláraði hraðabrautina á bestum tíma.

Mynd frá Viktoría Gunnarsdóttir.

 

Mynd frá Ása Hólmarsdóttir.

Mynd frá Ása Hólmarsdóttir.

Mynd frá Ása Hólmarsdóttir.

Mynd frá Ása Hólmarsdóttir.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content