ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fjör á vellinum – föstudag 25. mars, Æskulýðsnefnd

Fjör á vellinum – föstudag 25. mars, Æskulýðsnefnd

22/03/16

#2D2D33

„Fjör á vellinum“

Hæhæ allir
Nú er komið að hinu árlega páskafjöri æskulýðsnefndarinnar. Um er að ræða þrautamót sem haldið verður á hringvellinum. Fjörið verður Föstudaginn langa, 25.mars og hefst kl 13:00.

Skipt verður í 3 flokka
– Aðstoðarmaður teymir undir
–  Aðstoðarmaður gengur með (án taums)
– Fara sjálfir

Tímataka er í öllum flokkum og eru verðlaun fyrir 3 bestu tímana í hverjum flokk. Allir keppendur fá páskaegg fyrir að taka þátt. Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir flottast skreytta parið svo við hvetjum alla til að koma í búning og með hestana skreytta.
Að fjöri loknu á vellinum verður öllum boðið í kaffi og vöfflur í félagsheimilinu, en þar verður jafnframt verðlaunaafhending.
Það kostar ekkert að taka þátt og hvetjum við alla til að koma og kíkja á þennan skemmtilega atburð.
Kv Æskulýðsnefndin

(ps, eins og spáin er í dag þá verður bara ljómandi veður hjá okkur á föstudaginn 🙂

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content