ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Firmakeppni Dreyra úrslit – Skóflustunga að reiðhöll

Firmakeppni Dreyra úrslit – Skóflustunga að reiðhöll

03/05/19

skoflustunga-2-1-1024x498

Firmakeppni Dreyra var að venju haldin þann 1. maí.  Það var sannkölluð vorblíða og sólin skein í heiði. Þetta var sérlega góður dagur því að fyrir utan frábæra þátttöku í keppni dagsins var tekin skóflustunga að reiðhöll Dreyra.

Dómarar dagins voru þau Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveiar og  Hörður Helgason frá stjórn ÍA. Þau stóðu sig afburðar vel í störfum sínum og vill stjórn Dreyra þakka þeim fyrir sitt framlag. Þau fengu að launum glæsilegar húfur með merki Dreyra.

Fyrstu skóflustunguna að reiðhöll Dreyra tóku nokkrir ungir og upprennandi knapar frá æskulýðsnefnd félagsins ásamt  Lindu B. Pálsdóttur sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, Ólafi Adolfssyni varaformanni umhverfis- og skipulagsráði / bæjarstjórn Akraness, Ásu Hólmarsdóttur formanni Dreyra, Ragnari B. Sæmundssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs / bæjarstjórn Akraness og Valgarði L Jónssýni forseta bæjarstjórnar Akraness. Þar að auki voru viðstaddir bæjarfulltrúarnir, og fylltust spenntar með, þær Elsa Lára Arnardóttir, Sandra M. Sigurjónsdóttir og Rakel Óskarsdóttir.

Við Dreyrafélagar stefnum svo á að hefja jarðvinnuna síðla sumars/ haust þegar að deilliskipulagsbreyting fyrir svæðið hefur tekin gildi og vonandi getum við tekið í notkun hið nýja mannvirki næsta vor. Spennandi uppgangstímar framundan hjá okkur.

Eftir skóflustunguna góðu fóru gestir og keppendur í félagsheimilið og gæddu sér á veglegu kökuhlaðborði og þar fengu vinningshafar dagsins viðurkenningar og verðlaun sín.

Stjórn hestamannafélagsins Dreyra vill þakka öllum fyrirtækjunum og einstaklingum sem styrktu félagið fyrir firmakeppnina. Einnig færum við bestu þakkir til félagsmanna sem komu með veitingar og aðstoðuðu við framkvæmd dagsins. Takk kærlega fyrir ykkar framlag.

 

Hér er úrslit firmakeppni Dreyra 2019.

Pollaflokkur – teymt- þátttökuverðlaun.

Ólafur Frímann Sigurðssson, Prins Pólo rauðblesóttur, 12 v.

Gunnjóna Sigurðardóttir , Rán frá Skipaskaga, 11 v

Jörundur Arnarsson , Prestur frá Kirkjubæ, rauðnösóttur 19 vetra, –

Bjarndís Guðveig Guðbjartsdóttir, Fjöður frá skipanesi, brúnskjótt, 17 vetra, –

Indiriði Gunnþór Guðbjartsson, Rás frá Hóli, rauð glófext, 8 vetra –

Sigvaldi Berg Bjarkason, Djákni frá Bakka, brúnn 8 vetra –

Karen Ylfa Róbertsdóttir, Messa frá Lambhaga, brúnblesótt 17 vetra –

Anton Már Magnússon, Sól frá Steinsholti 1, bleikálótt 6 vetra –

Marteinn Bóas Maríassson, Glóbus frá Steinsholti 1,

Katla Ósk Erlendsdóttir, Lúsi frá Akureyri, brúnn 28 vetra

 

Fyrirtæki – keppandi

Kvennaflokkur úrslit. 

Hrefna Hallgrímsdóttir og Hnikki frá Blönduósi.

  1. Skipaskagi ehf.- Hrefna Hallgrímsdóttir, Hnikki frá Blönduósi.
  2. Vélaleiga Halldórs Sig. Ehf – Maria Greve Rasmundssen, Hetta frá Hafsteinsstöðum
  3. Albert Sveinsson –  Viktoría Gunnarsdóttir, Kostur frá Nýjabæ.

Karlaflokkur – úrslit. 

Hrafn Einarsson og gæðingurinn Hnokki frá Þjóðólfshaga.

  1. Sláturfélag Suðurlands – Hrafn Einarsson, Hnokki frá Þjóðólfshaga.
  2. Akraneskaupsstaður – Stefán Gunnar Ármannsson, Arnar frá Skipaskaga.
  3. Hestamiðstöðin Borgartún – Benedikt Kristjánsson, Embla frá Akranesi.

Unglingaflokkur  – úrslit

  1. Birkihlíð-Hrossarækt. – Agnes Rún Marteinsdóttir, Arnar frá Barkarstöðum.
  2. Bjarni M. Guðmundsson. – Ester Þóra Viðarsdóttir, Ariel frá Garðabæ.
  3. Blikksmiðja Guðmundar. – Rakel Ásta Daðadóttir, Irpa frá Neðra-Skarði.

Ester Þóra Viðarsdóttir og Ariel frá Garðabæ.

Barnaflokkur – úrslit

  1. Anton G. Ottesen. – Líf Ramundt Kristinsdóttir, Tóti frá Akurprýði.
  2. Sjammi ehf. –  Ólöf Oddný Jansen, Fjölnir frá Ragnheiðarstöðum.

 

Bestu þakkir fyrir stuðning til :

Hvalfjarðarsveit – Akraneskaupsstaður – Borgarholt – B.Ó.B. sf., vinnuvélar – Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf. –  Bílaverkstæði Hjalta ehf – Birkihlíð hrossarækt – Bílver ehf – Blikksmiðja Guðmundar ehf – Eyrarbyggð ehf. – Galito slf. – Gámaþjónusta Vesturlands ehf. – Hafsteinn Daníelsson ehf – Hróar ehf – Íslandsgámar ehf. – Límtré Vírnet ehf. – Sómastaðir – Sjammi ehf. – Runólfur Hallfreðsson ehf – Stóra-Aðalskarð slf – Hestaleigan Draumhestar – Skagaverk ehf – Skagastál – Skipaskagi ehf. – Sláturfélag Suðurlands svf. – Snókur verktakar ehf – Veiðifélag Laxár í Leirársveit – Vélaleiga Halldórs Sig ehf – Þróttur ehf. – Hestamiðstöðin Borgartún –  Albert Sveinsson – Anton Guðjón Ottesen – Ásta Marý Stefánsdóttir – Bjarni Magnús Guðmundsson – Horn / Ólöf Samúelsdóttir – Sæmundur Víglundsson – Sigurður Valgeirsson.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content