Hin árlega firmakeppni Dreyra var haldin að venju þann 1. maí s.l. á 70 ára afmælisdegi félagsins. Það blés heldur þunglega og rigndi hressilega um morguninn, nokkurs konar fræsingur eins einhver myndi kalla það. En eftir að mótið var sett kl 14 hélst veðrið alveg þokkalegt þrátt fyrir einstaka vindhviður sem feyktu upp jakkalöfum og húfum.
Mótið hófst með hópreið félagsmanna um Æðaroddasvæðið undir félagsfána Dreyra og var það Ólafur Guðmundsson sem leiddi hópreiðina með glæsibrag. Lárus Á. Hannesson formaður Landssambands Hestamanna slóst í för með Dreyrafélögum í hópreiðinni.
Þulur mótsins var Sigurður Arnar Sigurðsson sem stjórnaði mótahaldinu og dagskrá með festu. Dómarar á mótinu voru Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti Hvalfjarðarsveitar, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi, Lárus Á. Hannesson frá LH og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþróttafulltrúi ÍA. Dómnefndin leysti hlutverk sitt vel af hendi og starfaði Lárus sem “sérfræðingur að vestan” í dómnefninni fyrir hin þrjú sem lítt eru vön dómstörfum í hestamennsku.
Fjölmargir Dreyrafélagar og aðrir gestir lögðu leið sína á Æðarodda á 70 ára afmælisdaginn og þáðu veitingar af kaffihlaðborði félagsins. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþróttafulltrúi færði félaginu peningagjöf frá ÍA að upphæð 50.000 sem verður notuð í að sauma keppnisjakka fyrir börn og unglinga en slíkur klæðnaður er ekki til hjá félaginu. Keppnisjakkarnir verða í eigu félagsins og verða lánaðir til notkunar í keppnum hjá börnum og unglingum. Stjórn Dreyra þakkar ÍA góða gjöf. 🙂
Einnig tók til máls Lárus frá Landssambandi Hestamanna og lagði hann mikla áherslu á hvað reiðhús (reiðskemmur/reiðhallir) eru mikilvægur þáttur í nýliðunarstarfi hestamennsku og í þjálfun yngri flokka. Mikilvægi reiðhúsa hefur sannað sig um land allt. Hvatti hann Dreyrafélaga eindregið að halda áfram baráttu og vinnu við að fá slíkt mannvirki á Æðarodda. Sævar Freyr bæjarstjóri óskaði félaginu til hamingju með daginn, óskaði því velfarnaðar í starfinu og sagðist hann tilbúinn að vinna að góðu brautargengi margvíslegra verkefna og þarfa hestamannafélagsins.
Marteini Njálssyni og Hjörleifi Jónssyni voru veittar viðurkenningar fyrir störf sín fyrir félagið. Valnýju Benediktsdóttur var einnig veitt slík viðurkenning á Góugleði félagsins í vetur.
Stjórn Dreyra þakkar dómurum, styrktaraðilum, keppendum, starfsfólki, gestum og öllum þeim sem komu með kökur og kræsingar á hlaðborðið okkar.
Úrslit voru eftirfarandi.
Þátttakendur í Pollaflokki:
Aldís Emilía Magnúsóttir á Orku
Matthildur Svana Stefánsóttir, Kapradís frá Skipanesi
Bjarndís Guðveig Guðbjartsdóttir á Fjöður frá Skipanesi.
Ólafur Frímann Sigurðsson á Mósa frá Hallkelsstaðahlíð.
Leó Þór Gunnarsson á Greifa.
Barnaflokkur:
1.Agnes Rún Marteinsdóttir á Arnari frá Barkarstöðum – Blikksmiðja Guðmundar
2.Rakel Ásta Daðadóttir á Fjöður – Hrossaræktarbúið Skipaskagi
3.Sara Mjöll á Húmor – Gámaþjónusta Vesturlands
Unglingaflokkur:
1 .Ester Þóra Viðarsdóttir á Hraundísi frá Skipanesi – Verslun Einars Ólafssonar
2. Anna Sigurborg á Bjarti – Húsasmiðjan
Karlaflokkur:
1. Benedikt Kristjánsson á Flotta frá Akrakoti – Galíto
2.Stefán Ármannsson á Arnari frá Skipanesi – Sæmundur Víglundsson.
3.Hrafn Einarsson á Læk frá Bjarkarhöfða. – Brauða- og Kökugerðin
Kvennaflokkur:
1.María Hlín Eggertsdóttir á Eddu frá Samtúni – Þorgeir og Ellert ehf.
2.Viktoría Gunnarsdóttir á Erni frá Efra-Núpi. -Hrossar.félagið Horn (Ólöf Samúelsd,og fjölsk)
3.Ulrika Ramundt á Sóleyju frá Akurprýði.- Þróttur Vélaleiga
Eftirfarandi fyrirtæki og einstaklingar styrktu Firmakeppni Dreyra:
Anton G. Ottesen, Ásta Marý Stefánsdóttir, Bjarni Guðmundsson, B.Ó.B., Bifreiðastöð ÞÞÞ, Bílaverkstæði Hjalta, Bílver ehf, Límtré Vírnet, Stóra-Aðalskarð hrossarækt,Hestaleigan Draumhestar.is, Steinsholt hrossarækt, Snókur Verktakar, Sæmundur Víglundsson, Toppútlit, Veiðifélag Laxár, Blikksmiðja Guðmundar, Eyrarbyggð, Galító, Gamla Kaupfélagið, Gámaþjónusta Vesturlands, Brauða-og kökugerðin, Hafsteinn Daníelsson, Hróar ehf, Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstaður, Íslandsgámar, Borgarholt, Húsasmiðjan, Hrossaræktarfélagið Horn (Ólöf Samúelsd. og fjölsk), Runólfur Hallfreðsson ehf, Skorholt, Skipaskagi hrossarækt, Rúdólf, Skagaverk, Sómastaðir, Sláturfélag Suðurlands, Landsbankinn, Ozone, Vélaafl, Model, Verslun Einars Ólafssonar, Verslunin Nína, Vélaleiga Halldórs Sig. ehf, Þorgeir og Ellert ehf, Þróttur Vélaleiga.
Kærar þakkir fyriir stuðninginn 🙂