Parkour er alþjóðleg jaðaríþrótt oft líkt við götufimleika. Þjálfun í parkour byggist því mikið á þreki, teygjum og stökkum og tengist mjög þjálfun í fimleikum.  Æfingar miðast af því að gera ótrúlegustu kúnstir án hjálpartækja á hættulítinn máta.

Parkour er kennt í íþróttahúsinu við Vesturgötu og ÞÞÞ húsinu við Dalbraut.  Upplýsingar um innritun er að finna hér.

Þjálfari er Stefán Þór Friðriksson.

Æfingar hefjast mánudaginn 29. ágúst skv. stundatöflu sem er aðgengileg hér.