Íþróttaskóli FIMA er fyrir börn fædd  2015, 2016, 2017 og einnig fyrir kríli fædd 2018 og er krafa að þau kunni að ganga.

Íþróttaskólinn er kenndur á laugardögum í íþróttahúsinu við Vesturgötu.  Upplýsingar um innritun er að finna hér.

Þjálfarar eru: Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir íþróttafræðingur 8625367@gmail.com og Helena Rúnarsdóttir

Íþróttaskóli gerir börnum gott – börn hafa mikla hreyfiþörf og viljug til að læra meira. Fátt betra en að skella sér í íþróttaskólann á laugardögum, efla vöðvastyrk og þol, fá hjartadæluna til að hoppa af kæti og viðhalda takti, æfa jafnvægi, þjálfa ýmsar hreyfingar.

Góður grunnur til að byggja upp heilbrigt líferni barna – spennandi og uppbyggilegt.

Íþróttaskólinn hefst 7. september  2019.

Best að hafa börnin í þæginlegum fötum til að hreyfa sig og berfætt.

Systkinaafsláttur 🙂