ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

FIMA gerir samning við meistaraflokk.

FIMA gerir samning við meistaraflokk.

13/02/20

IMG_4879

Mánudaginn 10. febrúar var í fyrsta skipti í sögu Fimleikafélags Akraness undirritaður samningur við meistaraflokk félagsins. Um er að ræða stelpur sem eru 18 ára og eldri. Félagið er virkilega stolt að því að hafa þessar ungu og efnilegu stelpur í okkar hóp og með þennan áfanga í sögu félagsins. Í þessum hópi eru Aþena Ósk Eiríksdóttir (f. 2001), Harpa Rós Bjarkadóttir (f. 1997), Marín Birta Sveinbjörnsdóttir ( f. 2001), Sóley Brynjarsdóttir (f. 2001), Sylvía Mist Bjarnadóttir (f. 1997), Valdís Eva Ingadóttir (f. 2002) og Ylfa Claxton (f. 2001).  Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir formaður FIMA og Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari FIMA skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félagsins.

Laugardaginn 15 febrúar keppa þær á GK mótinu á Selfossi, en  Fimleikafélag Akraness er eitt af þremur félögum landsins sem á meistaraflokk í A deild. Óhætt er að segja að bjartir tímar eru framundan hjá félaginu.

Edit Content
Edit Content
Edit Content