Gaman að lesa þessa frétt af mbl.is, vel gert Grundaskóli !! til hamingju og takk fyrir að velja ÍA.
“Nemendur við Grundaskóla á Akranesi tóku í dag við ávísun frá UMFÍ og Kristal upp á 50.000 krónur, sem þeir unnu með þátttöku í Hreyfiviku félagsins í fyrra.
Skilyrði fylgdi ávísuninni: Það þurfti að gefa hana áfram til góðs málstaðar eða félags að eigin vali.
Nemendurnir völdu að ÍA, Íþróttabandalag Akraness, fengi verðlaunaféð og ákváðu um leið að eyrnamerkja það því verkefni að íþróttafélagið verði því í að efla íþróttir án aðgreiningar. Markmiðið er að allir geti tekið þátt.
Tveir aðrir grunnskólar fengu sömu verðlaun á síðasta ári en ekki hefur verið unnt að afhenda þau fyrr en nú vegna kórónuveirufaraldursins.”