Tveir sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Evrópumeistaramóti garpa í sundi í London dagana 25. – 29. maí 2016. Kári Geirlaugsson synti 800 metra á tímanum 13:05,07 og setti íslenskt garpamet í sínum aldursflokki sem er 65-69 ára. Einnig setti hann nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi á 6:18,63 sem er mikil bæting á fyrra meti, en það var samkvæmt metaskrá SSÍ 9:50,63. Að síðustu setti Kári nýtt garpamet í 100 metra skriðsundi þegar hann synti á tímanum 1:15,00 en gamla metið var 1:28,26.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir synti eitt sund og setti garpamet í 50 metra skriðsundi í aldursflokknum 45-49 ára. Nýja metið hennar er 34,30 sekúndur en gamla metið var 36,22 sekúndur.
Glæsilegur árangur hjá okkar fólki í London.